Okkar þjónusta  

Við aðstoðum leigutaka og leigusala við að gera skriflegan leigusamning.

Þegar leigutaki og leigusali hafa gert með sér munnlegan samning um leigu á húsnæði er nauðsynlegt að setjast niður og útbúa skriflegan samning um húsaleiguna. Við hjálpum til við þetta með að útvega aðstöðu og sérfræðiþekkingu okkar á gerð slíkra leigusamninga. 

 
Innifalið í vinnu okkar er eftirfarandi:

Fundur með leigutaka og leigusala þar sem leigusamningur er gerður. Eftir atvikum er leigusamningur sendur áður á milli aðila á tölvupósti.

Útbúinn leigusamningur, útprentaður á löggiltan skjalapappír sem báðir aðilar skrifa undir á sama tíma, vottaður af héraðsdómslögmanni.

Útprentun þar sem skoðað er hvort væntanlegur leigjandi sé á vanskilaskrá (valkvætt, kostar kr. 2.000).

Því fylgt eftir að leigjandi setji tryggingu fyrir greiðslu húsaleigu og samskipti við banka leigutaka.

Farið yfir helstu skyldur og réttindi leigjanda og leigusala.

Kostnaður verið gerð leigusamnings er kr. 25.000.- fyrir íbúðarhúsnæði og kr. 35.000.- fyrir atvinnuhúsnæði. Algengt er að leigutaki og leigusali skipti með sér þessum kostnaði. Sé um meiri vinnu að ræða en einfaldan leigusamning er kostnaður meiri og samkomulagsatriði.

ATH Við tökum einnig að okkur að finna leigjendur. 

 

Hikið ekki við að hafa samband við okkur.

Leigusamningur.is
Sími 517-0150 eða á netfangið leigusamningur@leigusamningur.is


| Leigusamningur.is | Fjarðargötu 11 , 2 hæð | sími 517-0150 | netfang: leigusamningur@leigusamningur.is | Netvistun - Heimasíðugerð, hugbúnaðarlausnir og hönnun